Hafa samband

Fyrirspurn - Bílar

Aka

AKA er elsta starfandi bílaleiga landsins.

AKA er elsta starfandi bílaleiga landsins. AKA hefur allt frá stofnun árið 1965 sérhæft sig í leigu á atvinnubílum til sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja.

AKA býður atvinnubíla í rekstrar- eða árshlutaleigu. AKA leigan er sérsniðin að stærri fyrirtækjum eða sveitafélögum með árstíðarbundnar sveiflur í bifreiðaþörf. Meðal bíla í boði í AKA leigunni eru 7 manna vinnuflokkabílar, pallbílar, 6-9 manna bílar, litlir sendiferðabílar og sparneytnir fólksbilar. Innifalið í AKA leigunni eru tryggingar, bifreiðagjöld, dekk, þjónustuskoðanir og almennt viðhald. Einnig er hægt að bæta við bensínkorti og reglulegum þrifum.

Langtímaleiga er ótímabundin, þó að lágmarki 1 ár. Í langtímaleigunni er greitt fast mánaðargjald. Innifalið í leigugjaldinu er akstur allt að 20.000 km. á ári. Fyrir akstur umfram það er greitt kílómetragjald.

Árshlutaleiga er fyrir sveitafélög og fyrirtæki með árstíðarbundnar sveiflur í bílaþörf. Í árshlutaleigunni er greitt fast gjald fyrir hvern vinnudag sem bíllinn er nýttur í rekstrinum. Innifalið í leigugjaldinu er akstur allt að 1.650 km. á mánuði. Fyrir akstur umfram það er greitt kílómetragjald.

Allir atvinnubílar í AKA leigunni eru útbúnir aukabúnaði sem hentar vel fyrir sveitafélög og fyrirtæki og eins geta viðskiptavinir óskað eftir ýmsum frekari útfærslum.

Staðlaður aukabúnaður:

• Dráttarbeisli

• Vinnuljós

• Ökuriti

Valkvæður aukabúnaður:

• Krani.

• Pallur með sturtu.

• Palllkista: verkfærakista sem hægt er að læsa, fest á pallinn.

Palllok opnanleg.

• Verkfærastatíf: Statíf gert til að geyma verkfæri með skafti

Viðskiptavinir AKA geta nýtt sér ökurita til að hafa eftirlit með notkun á sínum bílaflota, fyrir fast mánaðargjald er meðal annars hægt að fylgjast með bílaflotanum í rauntíma á korti, eknum vegalengdum, viðkomustöðum, aksturslagi og hraða. Einnig er hægt að fá staðlaðar skýrslur sem sýna notkun og nýtingu farartækja. AKA hefur ekki aðgang að ofangreinum upplýsingum, aðeins leigutaki.