Flotastjórn

Flotastjórnun Létt býður fyrirtækjum að hagræða í rekstri með því að úthýsa rekstri bílaflotans.  Létt metur bifreiðaþörf og kappkostar við að lágmarka kostnað viðskiptavina sinna.  Létt veitir ráðgjöf um hvernig bilar henta hverjum viðskiptavin, hvort viðskiptavini hentar að eiga eða leigja bíla og hvaða fjármögnunarleiðir sé best að nýta.

Létt getur haft milligöngu um viðhald, dekkjaskipti, þrif, ökurita, bensínkort og tryggingar, allt eftir þörfum hvers og eins.

Allir rekstrarleigubílar Létt eru útbúnir ökurita sem viðskiptavinir geta nýtt sér til að hafa eftirlit með notkun á sínum bílaflota.  Fyrir fast mánaðargjald er meðal annars hægt að fylgjast með bílnum í rauntíma á korti, eknum vegalengdum, viðkomustöðum, aksturslagi og hraða.  Einnig er hægt að fá staðlaðar skýrslur sem sýna notkun og nýtingu farartækja.  Létt hefur ekki aðgang að ofangreindum upplýsingum, aðeins leigutaki.

Allur kostnaður vegna reksturs bílaflotans er innheimtur með einni mánaðarlegri greiðslu.  Með flotastjórnun Létt er óvissu eytt úr rekstrinum og kostnaði haldið í lágmarki.