Rekstrarleiga

Létt býður rekstrarleigu í samtarfi við Toyota, Heklu og Brimborg.  Í rekstrarleigu Létt fær fyrirtækið nýjan bíl til umráða í 1-3 ár, gegn föstu mánaðargjaldi. Leigutaki losnar við alla fjárbindingu og endursöluáhættu – bílnum er einfaldlega skilað við lok leigu. Velja má um tvenns konar mánaðargjald.

A: Mánaðargjald sem felur í sér afnot af bílnum, smurþjónustu og þjónustuskoðanir samkvæmt þjónustubók bílsins hjá viðurkenndum þjónustuaðilum umboðanna og 20.000 km akstur á ári.

B: Mánaðargjald sem felur í sér lið A auk trygginga, bifreiðagjalda, vetrardekkja og dekkjaskipta.

Viðhald og viðgerðir vegna slitfleta svo sem bremsur, rúðuþurkublöð, eldsneyti og aðrar rekstrarvörur eru ekki innifaldar í leigu. Viðurkenndir þjónustuaðilar umboða sjá um smurþjónustu og þjónustuskoðanir.

Allir rekstrarleigubílar eru útbúnir ökurita sem viðskiptavinir geta nýtt sér til að hafa eftirlit með notkun á sínum bílaflota.  Fyrir fast mánaðargjald er meðal annars hægt að fylgjast með bílnum í rauntíma á korti, eknum vegalengdum, viðkomustöðum, aksturslagi og hraða.  Einnig er hægt að fá staðlaðar skýrslur sem sýna notkun og nýtingu farartækja.  Létt hefur ekki aðgang að ofangreindum upplýsingum, aðeins leigutaki.

TOYOTA

Rekstrarleiga

Rekstrarleiga á bifreiðum frá Toyota.

Bílarnir

HEKLA

Rekstrarleiga

Rekstrarleiga á bifreiðum frá Heklu.

Bílarnir

BRIMBORG

Rekstrarleiga

Rekstrarleiga á bifreiðum frá Brimborg.

Bílarnir